Hefja undirskriftir á þaki Æsufells 4

Æsufell 4.
Æsufell 4.

Sam­starfs­hóp­ur íbúa Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur boðað til blaðamanna­fund­ar á morg­un þar sem opnaður verður  und­ir­skrifta­vef­ur gegn fyr­ir­huguðum til­lög­um um sam­ein­ingu og hagræðingu í skóla­kerfi borg­ar­inn­ar.

Verður fund­ur­inn hald­inn á þaki fjöl­býl­is­húss­ins Æsu­fells 4, sama stað og meiri­hluta­sam­starf Besta flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar var kynnt vorið 2010.  

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að all­ir borg­ar­full­trú­ar, vara­borg­ar­full­trú­ar og borg­ar­stjóri verði sér­stak­lega boðaðir til fund­ar­ins. 

Að fund­in­um send­ur Sam­starfs­hóp­ur um sam­starf hags­munaðila um framtíðar­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar í mennta­mál­um en að hópn­um eru sagðir standa hags­munaðilar úr öll­um hverf­um borg­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert