Gjaldeyrishöft setja hömlur jafnt á starfsemi fyrirtækja sem athafnir einstaklinga á Íslandi eftir kreppu.
Þar eru innflytjendur ekki undanskildir, því samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál mega útlendingar sem unnið hafa á Íslandi ekki senda pening til framfærslu fjölskyldu í upprunalandinu.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að margir þeir sem fluttu hingað til lands vegna vinnu í góðærinu gerðu það gagngert til að senda hluta tekna sinna til til ættmenna, oft vegna skólagöngu barna eða hjúkrunar aldraða foreldra. Peningasendingarnar voru gjarnan óreglulegar, frekar en mánaðarlegar, en eftir að gjaldeyrishöft voru samþykkt hefur sumum reynst ógerlegt að styðja fjölskyldu sína með þessum hætti.