Munu hlusta á athugasemdir

Frá fundinum í Hlíðaskóla í dag.
Frá fundinum í Hlíðaskóla í dag. mbl.is/Golli

Fund­ir ráðamanna Reykja­vík­ur­borg­ar í Hlíðaskóla með for­eldr­um í Vest­ur­bæ og Hlíðum um breyt­ing­ar í skóla­mál­um er lokið. Seg­ir Óttar Proppé borg­ar­full­trúi að fund­irn­ir sem hafa verið haldn­ir til að kynna til­lög­urn­ar hafi verið nauðsyn­leg­ir og tekið verði til­lit til ým­issa at­huga­semda. Enn sé fjallað um til­lög­ur sem eigi eft­ir að fara bet­ur yfir.

Óttar sat þrjá fund­anna. Hann var spurður um þá gagn­rýni að heppi­legra hefði verið að halda sér­stak­an fund með Vest­ur­bæ­ing­um og ann­an með íbú­um í Hlíðahverfi, of margt sé ólíkt með þess­um svæðum. Marg­ir full­trú­ar for­eldra­fé­laga í Vest­ur­bæn­um mættu ekki á fund­inn í Hlíðaskóla í dag, sum­ir í mót­mæla­skyni.

,,Ég vil ekki meina að svo sé og mér fannst fund­ur­inn mjög góður," svar­ar Óttar.  ,,Það var mikið af al­menn­um spurn­ing­um sem áttu við hvort hverfið sem var. Það má líka spyrja sig  hvort það hefði líka átt að vera einn fund­ur fyr­ir all­an Vest­ur­bæ­inn eða fund­ur bara fyr­ir hluta hans. Þetta er alltaf spurn­ing hvar mörk­in eru."

 Aðrir hefðu líka sagt að skipta hefði mátt fund­un­um upp millli ann­ars veg­ar grunn­skóla og hins veg­ar leik­skóla. En þá mætti benda á að marg­ir for­eldr­ar ættu börn á báðum skóla­stig­um. Auk þess yrði að hafa í huga að því fleiri sem fund­irn­ir yrðu þeim mun lengri tíma liði þar til hægt væri að taka ákv­arðanir og óviss­an langvar­andi. En hvað seg­ir hann um ásak­an­ir um skort á sam­ráði, fum og fát, lé­leg­an und­ir­bún­ing að breyt­ing­un­um?

,,Mér finnst að það hafi verið unn­in hér góð vinna og reynt að hafa sam­ráð við eins marga og hægt er að ætl­ast til. Það er mín upp­lif­un."

  Hjálm­ar Sveins­son vara­borg­ar­full­trúi varð að sæta því að for­eldr­ar neituðu að samþykkja hann sem fund­ar­stjóra, vildu ein­hvern úr eig­in röðum. Hann seg­ist ekki hafa tekið það nærri sér, ljóst hafi verið að marg­ir þyrftu að fá út­rás fyr­ir reiði. En skóla­mál væru eðli­lega mikið til­finn­inga­mál og ekk­ert við því að segja.

  ,,Það kom fram hörð gagn­rýni sem er mjög skilj­an­legt, þetta eru erfið mál. Þetta hef­ur tekið mjög á. En auðvitað er hlustað á þessa gagn­rýni enda þótt svo geti farið að taka verði ákv­arðanir sem sum­um muni líka afar illa,"sagði Hjálm­ar.

 Hann sagði ljóst að hægt væri að ná fram veru­leg­um sparnaði með sam­ein­ingu og fækk­un yf­ir­mannastarfa. Mik­ill fjöldi leik­skóla væri í borg­inni og benti hann á sem dæmi um slæma nýt­ingu á starfs­kröft­um að hver þeirra þyrfti að gera eig­in fjár­hagsa­áætl­un.      

Nemendur í Melaskóla. Hart er nú deilt um skólamálin í …
Nem­end­ur í Mela­skóla. Hart er nú deilt um skóla­mál­in í Reykja­vík. Ásdís Ásgeirs­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert