Rætt um rafstreng til Bretlands

Bretar hafa áhuga á jarðvarmaorku frá Íslandi.
Bretar hafa áhuga á jarðvarmaorku frá Íslandi. mbl.is/Eggert

Bretar hafa rætt þá hugmynd við íslensk orkufyrirtæki að leggja neðansjávar-rafstreng til þess að flytja jarðvarmaorku frá Íslandi til Bretlands.

Þetta kom fram í skriflegu svari Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands, við fyrirspurn á breska þinginu. Rafstrengurinn þyrfti að vera rúmlega 1600 kílómetrar að lengd, en aldrei hefur svo langur rafstrengur verið lagður neðansjávar.

Hendry segist í svari sínu ekki hafa setið fund með Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, vegna málsins en embættismenn hafa rætt við íslensk orkufyrirtæki.

Landsvirkjun tilkynnti fyrr í þessum mánuði að fyrirtækið væri að hefja rannsókn á því hvort hagkvæmt væri að leggja 600 til 1000 megavatta rafstreng frá Íslandi til Evrópu. Rannsóknin hefst um mitt þetta ár og mun henni ljúka í árslok.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert