719 undirskriftir komnar

Blaðamannafundur á þaki Æsufells 4 í dag.
Blaðamannafundur á þaki Æsufells 4 í dag. mbl.is/hag

Um 700 manns hafa þegar skráð sig á und­ir­skriftal­ista á vefn­um born.is, sem opnaður var af þaki Æsu­fells 4 í dag, en þar er skorað á borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur að falla frá sam­ein­ing­ar- og breyt­ingaráform­um í leik- og grunn­skól­um, sem og frí­stunda­heim­il­um borg­ar­inn­ar.

„Við höf­um svo sem ekki sett okk­ur mark­mið um hve und­ir­skrift­um margra við vilj­um ná. Sé hins veg­ar tekið mið af viðbrögðum, vænt­um við að borg­ar­bú­ar taki fljótt við sér og skrái sig á list­ann. Jarðveg­ur­inn er frjór og andstaðan gegn áform­um um sam­ein­ingu skól­anna í borg­inni er mjög al­menn. Við höf­um hvergi fundið póli­tísk­ar lín­ur í þessu máli - aðeins að fólk vill börn­un­um sín­um allt það besta,“ sagði Ásbjörn Krist­ins­son, einn for­svars­manna und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar.

Und­ir­skrifta­söfn­un­in mun standa til 24. mars en þá er stefnt að því að af­henda list­ann í ráðhús­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert