Fermt í Grafarvogskirkju

hag / Haraldur Guðjónsson

Tveir hópar fermingarbarna voru fermdir í Grafarvogskirkju í dag en þetta munu vera fyrstu stóru fermingarnar þetta árið. Alls verða um 250 börn fermd í kirkjunni í ár en þau hafa oft verið fleiri en 300.

Að sögn séra Guðrúnar Karlsdóttur, prests í Grafarvogskirkju, hefst fermingartímabilið venjulega þriðju helgina í mars og lýkur í lok apríl en í ár verður fjórtánda og síðasta fermingin í kirkjunni á annan í páskum.

Hún segir fjölda fermingarbarna ár hvert hafa minnkað en það megi að einhverju leyti rekja til þess að söfnuðurinn sé að eldast. Þó sé von á stórum fermingarárgangi árið 2014.

Fyrstu fermingar ársins fóru fram í Grafarvogskirkju í dag.
Fyrstu fermingar ársins fóru fram í Grafarvogskirkju í dag. hag / Haraldur Guðjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert