Fermt í Grafarvogskirkju

hag / Haraldur Guðjónsson

Tveir hóp­ar ferm­ing­ar­barna voru fermd­ir í Grafar­vogs­kirkju í dag en þetta munu vera fyrstu stóru ferm­ing­arn­ar þetta árið. Alls verða um 250 börn fermd í kirkj­unni í ár en þau hafa oft verið fleiri en 300.

Að sögn séra Guðrún­ar Karls­dótt­ur, prests í Grafar­vogs­kirkju, hefst ferm­ing­ar­tíma­bilið venju­lega þriðju helg­ina í mars og lýk­ur í lok apríl en í ár verður fjór­tánda og síðasta ferm­ing­in í kirkj­unni á ann­an í pásk­um.

Hún seg­ir fjölda ferm­ing­ar­barna ár hvert hafa minnkað en það megi að ein­hverju leyti rekja til þess að söfnuður­inn sé að eld­ast. Þó sé von á stór­um ferm­ing­ar­ár­gangi árið 2014.

Fyrstu fermingar ársins fóru fram í Grafarvogskirkju í dag.
Fyrstu ferm­ing­ar árs­ins fóru fram í Grafar­vogs­kirkju í dag. hag / Har­ald­ur Guðjóns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert