Hafnaði boði um að segja af sér

Aðalfundur bankans verður haldinn í vikunni.
Aðalfundur bankans verður haldinn í vikunni. Ómar Óskarsson

„Ég taldi mikilvægt miðað við stöðu bankans, að nýr bankastjóri fengi fullan stuðning allrar stjórnarinnar við ráðninguna,“ segir Kristján Jóhannsson, fulltrúi Bankasýslu ríkisins (BR) í stjórn Arion banka.

Kristján hafnaði tilboði BR um að segja af sér síðastliðinn föstudag en í kjölfarið sendi Bankasýslan út tilkynningu í dag um að hún myndi ekki endurnýja umboð hans í stjórn bankans á aðalfundi bankans sem fram fer í vikunni.

Í tilkynningunni frá BR sagði m.a. að rétt hefði verið af Kristjáni að taka ekki þátt í afgreiðslu ákvörðunnar um laun bankastjóra Arion-banka „bæði í ljósi viðkvæmrar stöðu bankanna við endurreisn bankakerfisins, nú þegar stefnt er að því að byggja upp traust og trúverðugleika fjármálafyrirtækja, og viðleitni stjórnvalda til að hafa hemil á launahækkunum  hærri launa.“ 

Skipt um fulltrúa ríkis í bankaráði


 
 

Kristján Jóhannsson.
Kristján Jóhannsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert