Hafnaði boði um að segja af sér

Aðalfundur bankans verður haldinn í vikunni.
Aðalfundur bankans verður haldinn í vikunni. Ómar Óskarsson

„Ég taldi mik­il­vægt miðað við stöðu bank­ans, að nýr banka­stjóri fengi full­an stuðning allr­ar stjórn­ar­inn­ar við ráðning­una,“ seg­ir Kristján Jó­hanns­son, full­trúi Banka­sýslu rík­is­ins (BR) í stjórn Ari­on banka.

Kristján hafnaði til­boði BR um að segja af sér síðastliðinn föstu­dag en í kjöl­farið sendi Banka­sýsl­an út til­kynn­ingu í dag um að hún myndi ekki end­ur­nýja umboð hans í stjórn bank­ans á aðal­fundi bank­ans sem fram fer í vik­unni.

Í til­kynn­ing­unni frá BR sagði m.a. að rétt hefði verið af Kristjáni að taka ekki þátt í af­greiðslu ákvörðunn­ar um laun banka­stjóra Ari­on-banka „bæði í ljósi viðkvæmr­ar stöðu bank­anna við end­ur­reisn banka­kerf­is­ins, nú þegar stefnt er að því að byggja upp traust og trú­verðug­leika fjár­mála­fyr­ir­tækja, og viðleitni stjórn­valda til að hafa hem­il á launa­hækk­un­um  hærri launa.“ 

Skipt um full­trúa rík­is í bankaráði


 
 

Kristján Jóhannsson.
Kristján Jó­hanns­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert