Hundavinir hafa opnað Facebook-síðu á netinu til varnar Rottweilertík, sem lögreglan á Selfossi tók í sína vörslu eftir að hundurinn beit konu í handlegginn í Hveragerði í byrjun mars.
Tíkin var sett í umsjá dýraeftirlits Suðurlands og hefur komið fram að dýralæknir vill láta lóga henni.
Talsverðar umræður hafa verið um málið meðal á netinu að undanförnu.