„Af hverju viðurkennir Samfylkingin ekki bara að meirihluti hennar vill standa vörð um háu launin??" spyr Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, á Facebook-síðu sinni í dag.
Hún vísar þar til viðtals við Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í Útvarpinu í gær þar sem hún sagðist hafa farið fram á það við bankastjóra Íslandsbanka og Arion banka að þeir lækki laun sín á ný.
„Málamiðlunarleið Samfylkingarinnar gengur ekki upp! Samningsfrelsi ríkir í landinu," segir Lilja. Hún hefur áður lagt til að lagt verði nýtt hátekjuskattþrep á tekjur yfir milljón á mánuði.