Ætla ekki að styðja stjórnina

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason tilkynntu um ákvörðun sína á …
Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason tilkynntu um ákvörðun sína á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Kristinn

Lilja Móses­dótt­ir seg­ir að efna­hags­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé mótuð af Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Hún gagn­rýndi þessa stefnu harðlega þegar hún skýrði ákvörðun henn­ar og Atla Gísla­son­ar, sem í dag sögðu sig úr þing­flokki VG. Þau ætla ekki að styðja rík­is­stjórn­ina.

Lilja sagði að þessi efna­hags­stefna gangi út á að verja fjár­magns­kerfið og fjár­magnseig­end­ur. Gengið hafi verið of langt í niður­skurði í rík­is­fjár­mál­um sem hafi leitt til upp­sagna hjá kon­um á lands­byggðinni.

Atli sagði ekk­ert leynd­ar­mál að deil­ur hefðu verið inn­an VG og þær hefðu náð há­marki við af­greiðslu fjár­laga. Í kjöl­farið hefðu for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra kraf­ist skýrra yf­ir­lýs­inga frá þeim um að þau styddu rík­is­stjórn­ina. Það hefðu þau ekki viljað gera nema að leyst­ur yrði sá mál­efna­ágrein­ing­ur væri um til­tek­in mál. Það hefði ekki tek­ist.

Lilja gagn­rýndi einnig harðlega hvernig hefði verið haldið á Ices­a­ve-mál­inu. Það hefði t.d. legið fyr­ir að sum­arið 2009 hefði tæp­lega helm­ing­ur þing­flokks VG verið á móti samn­ingn­um. Samt hefði verið skrifað und­ir samn­ing­inn. Lilja sagðist ætla að greiða at­kvæði gegn Ices­a­ve í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni. Atli sagðist hins veg­ar hafa stutt Ices­a­ve á þingi með sem­ingi.

Atli sagði enn­frem­ur að ágrein­ing­ur um um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu ætti þátt í ákvörðun sinni um að segja sig úr þing­flokkn­um. Hann  gagn­rýndi einnig stjórn­mála­menn­ingu á Íslandi og for­ingj­aræði.

Rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs nýt­ur nú stuðnings 33 þing­manna eft­ir að Lilja og Atli sögðu sig úr þing­flokki VG, en 63 þing­menn sitja á þingi. Þrá­inn Bertels­son, sem kos­inn var á þing fyr­ir Borg­ara­hreyf­ing­una, gekk til liðs við VG á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert