Bótox-meðferð í heimahúsi

DV segir frá því í dag, að erlend kona, búsett á Íslandi, bjóði upp á  bótox-fegrunarmeðferðir á heimili sínu í Kópavogi án þess að hafa tilskilin leyfi.

Segir blaðið að konan flytji lyfið inn frá Úkraínu þar sem hún fái það frá þarlendum lækni en strangar reglur gilda hér á landi um innflutning lyfja.  

Fram kemur, að konan hafi stundað að sprauta bótoxi í íslenskar konur í fjögur ár og fari vinsældir hennar ­sífellt vaxandi.

Vefur DV

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert