Flytur málið fyrir TIF

Ragnar H. Hall, lögmaður.
Ragnar H. Hall, lögmaður. mbl.is/Golli

Ragn­ar H. Hall hæsta­rétt­ar­lögmaður hef­ur gefið vil­yrði fyr­ir því að hann muni flytja mál Trygg­inga­sjóðs inni­stæðueig­enda (TIF) varðandi hið svo­kallaða Ragn­ars Hall-ákvæði í Ices­a­ve-samn­ingn­um verði samn­ing­ur­inn samþykkt­ur í þjóðar­at­kvæðagreiðslu í apríl.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið sagði Ragn­ar að ekki væri neitt form­legt sam­komu­lag milli sín og sjóðsins um máls­höfðun­ina, en komið hefði verið að máli við sig um að hann færi með málið fyr­ir hönd sjóðsins.

„Fjár­málaráðuneytið og Trygg­inga­sjóður­inn hafa ákveðið að láta reyna á þetta ákvæði í samn­ingn­um fyr­ir dómi og komið hef­ur verið að máli við mig um að ég reki það,“ seg­ir Ragn­ar.

Hann seg­ir þó af og frá að hugs­an­leg vinna fyr­ir sjóðinn hafi ráðið því að hann mæli nú með því að samn­ing­ur­inn verði samþykkt­ur í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert