Halda áfram í ríkisstjórninni

Þingflokkur VG á fundi.
Þingflokkur VG á fundi. mbl.is/Árni Sæberg

Þing­flokk­ur Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs ætl­ar að halda ótrauður áfram þátt­töku í rík­is­stjórn þó að tveir þing­menn flokks­ins hafi sagt sig úr þing­flokkn­um.

Í yf­ir­lýs­ingu frá þing­flokki VG er lýst von­brigðum með að þing­menn­irn­ir Atli Gísla­son og Lilja Móses­dótt­ir hafi ákveðið að segja skilið við þing­flokk­inn.  Þing­flokk­ur­inn þakk­ar þeim sam­starfið og ósk­ar þeim velfarnaðar.  Í tengsl­um við ákvörðun þeirra hef­ur þing­flokk­ur­inn gengið frá breyt­ing­um á skip­an í þing­nefnd­ir.
 
„Það er von þing­manna Vinstri grænna að þrátt fyr­ir ákvörðun Atla Gísla­son­ar og Lilju Móses­dótt­ur um að yf­ir­gefa þing­flokk­inn styðji þau áfram rík­is­stjórn­ina og upp­bygg­ingu lands­ins úr rúst­um ný­frjáls­hyggju- og einka­væðing­ar­stefn­unn­ar.

Þing­flokk­ur­inn mun halda starfi sínu ótrauður áfram og þátt­töku í rík­is­stjórn­inni sem hef­ur náð mikl­um ár­angri nú þegar við erfiðar aðstæður við að end­ur­reisa efna­hag lands­ins. Þing­menn VG munu hér eft­ir sem hingað til vinna í anda stefnu flokks­ins, samþykkta lands­funda og flokks­ráðsfunda,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert