Kvenfyrirlitning í verkfræðinámi

Konur sem stunda nám í rafmagns- og tölvuverkfræði segjast finna fyrir kvenfyrirlitningu í náminu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hrafnhildar Snæfríðar- og Gunnarsdóttur til meistaraprófs í kynjafræði, sem gerð var við Háskóla Íslands.

Að sögn Hrafnhildar reyndu konurnar að samlagast ríkjandi menningu í náminu til að aðlagast.

Eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á fyrirlestri í Háskóla Íslands á föstudaginn, fékk Hrafnhildur bréf frá nemendafélagi rafmagns- og tölvuverkfræðinema, VÍR, þar sem segir meðal annars að stjórn félagsins hafi ekki áhuga á að viðhalda þeim hefðum sem hingað til hafi viðgengist og hafi falið í sér kvenfyrirlitningu.

Hún segist ánægð með að rannsókn hennar hafi vakið slík viðbrögð.

Athugasemd við fréttina frá VÍR, bætt við 17:35.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert