Kynjuð hagstjórn orðin tóm

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Ernir Eyjólfsson

Stjórn Lands­sam­bands fram­sókn­ar­kvenna lýs­ir yfir vanþókn­un sinni á aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem þær segja hafa bitnað illa á stöðu kvenna í ís­lensku sam­fé­lagi, í yf­ir­lýs­ingu sem send var á fjöl­miðla í dag.

Þar kem­ur fram að niður­skurður í rík­is­rekstri und­an­far­in tvö ár hafi komið marg­falt harðar niður á kon­um en körl­um. 470, eða 87%, af 540 stöðugild­um sem skor­in hafa verið niður voru skipuð kon­um en 70 stöðugildi, eða 13%, voru skipuð körl­um. „Sú þjón­usta sem heil­brigðis­stofn­an­ir og aðrar op­in­ber­ar stofn­an­ir hafa dregið úr og jafn­vel hætt að veita með upp­sögn­um þess­ara 470 kvenna og öðrum aðhaldsaðgerðum eru nú störf sem mörg hafa færst inn á heim­il­in í land­inu. Þar vinna oft­ar en ekki kon­ur þau nú ólaunuð, því þarf­ir barna, aldraðra og sjúkra minnka ekki hvað þá hverfa þó þurfi að spara.“

Stjórn­ir seg­ir það áhyggju­efni að þær aðgerðir sem for­sæt­is­ráðherra boðaði á dög­un­um virðast að mestu lúta að aukn­ingu á störf­um sem karl­menn skipa í meiri­hluta. „Við af­greiðslu fjár­laga og við önn­ur tæki­færi varaði þing­flokk­ur Fram­sókn­ar ásamt öðrum aðilum eins og Jafn­rétt­is­stofu við því að gætt yrði að hags­mun­um beggja kynja við yf­ir­vof­andi niður­skurð. Kynjuð hag­stjórn eins og nú­ver­andi rík­is­stjórn, hin svo­kallaða vel­ferðar- og jafn­rétt­is­stjórn, boðaði er greini­lega ein­ung­is orðin tóm, því ekki verða aðgerðir þeirra til þess að rétta hlut kvenna þó síður sé,“ seg­ir í álykt­un­inni.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert