Nýir nefndarmenn í stað Lilju og Atla

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason láta af störfum sínum í …
Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason láta af störfum sínum í þingnefndunum. mbl.is/Kristinn

Sex þingmenn Vinstri grænna munu taka sæti í þeim sex nefndum sem þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sátu í, skv. upplýsingum frá framkvæmdastjóra flokksins. Atli og Lilja sögðu sig úr þingflokki VG í dag.



Þá mun Björn Valur Gíslason setjast í viðskiptanefnd í stað Atla.

Álfheiður Ingadóttir mun taka sæti Lilju í viðskiptanefnd, en Lilja var formaður nefndarinnar. Ekki er búið að ákveða hver taki við formennskunni. 

Þuríður Backman mun taka sæti Lilju í menntamálanefnd.

Loks mun Þráinn Bertelsson setjast í iðnaðarnefnd í stað Lilju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert