Opna höfnina líklega fyrir 1. apríl

Dýpkunarskipið Skandia.
Dýpkunarskipið Skandia.

Siglingastofnun telur góðar líkur á að hægt verði að opna Landeyjahöfn fyrir 1. apríl. Þetta er háð því að ölduspár gangi eftir og dæling gangi eðlilega fyrir sig.

Í tilkynningu frá Siglingastofnun segir að litlar líkur séu á að Landeyjahöfn opnist fyrir 28. mars. Skv. ölduspá er ágætis veður til dýpkunar frá því síðla dags 23. mars til 28. mars. „Ef ölduspár ganga eftir og dæling gengur eðlilega eru góðar líkur á að höfnin opnist fyrir 1. apríl.“

Að sögn verktaka náði hann að dýpka á þriðja þúsund rúmmetra í nótt en ölduhæðin var við og undir 2 m í nokkrar klukkustundir. Ekki er unnt að dýpka í meiri ölduhæð en 2 m. Dæluskipið Skandia hefur ekki getað unnið að dýpkun hafnarinnar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert