Rúmlega 6 þúsund skrifað undir

Ástríður Eymundsdóttir
Ástríður Eymundsdóttir mbl.is/Hag

6.082 hafa nú skrifað undir áskorun foreldra skóla- og leikskólabarna í Reykjavík til borgaryfirvalda. Undirskriftasöfnunin hófst í gær og verður undirskriftarlistinn afhentur í Ráðhúsinu næstkomandi fimmtudag.

Foreldrafélag Hólabrekkuskóla boðaði til fundar í kvöld þar sem sameining og aldursskipting Fella- og Hólabrekkuskóla var rædd. Þar kom fram að foreldrar væru tilbúnir til þess að fara út í samstarf á milli skólanna tveggja til þess að reyna að styrkja unglingastarfið í Breiðholti. „Fræðslustjóri segir það vera helstu rökin, að það þurfi að styrkja unglingastarf hér í hverfinu. Við teljum að það sé hægt að gera án þess að sameina og aldursskipta,“ sagði Ástríður Eymundsdóttir, foreldri, í samtali við mbl.is í kvöld.

Ástríður segir Oddnýju Sturludóttur hafa lýst sig reiðubúna til samstarfs við foreldra og fagnaði hún því. „Við óskum þá eftir því að það verði alvöru samstarf við foreldra í Breiðholti, en ekki að það verði bara valið eitt foreldri úr öllum þessum stóra foreldrahóp og aðrir fái ekki að koma að. Foreldrar vilja málefnalega og faglega samvinnu við borgaryfirvöld um skóla barnanna þeirra.“

Að sögn Ástríðar eru foreldrar barna í Hólabrekkuskóla mjög ánægðir með þær aðgerðir sem aðgerðarhópur skólans hefur farið af stað með, en á fundi foreldra fyrir viku kviknaði hugmyndin að áskoruninni til borgaryfirvalda. „Foreldrar eru mjög stoltir og ánægðir með það sem aðgerðarhópur foreldra í Hólabrekkuskóla og börn.is hafa farið af stað með.“

Ástríður segir starfsfólk Hólabrekkuskóla ekki hafa komið nálægt fundinum heldur sé einungis um hagsmunasamtök foreldra að ræða. 

Fundurinn í Hólabrekkuskóla var vel sóttur.
Fundurinn í Hólabrekkuskóla var vel sóttur. mbl.is/Hag
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka