Segja sig úr þingflokki VG

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason.
Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason. mbl.is/Golli

Atli Gísla­son og Lilja Móses­dótt­ir hafa sagt sig úr þing­flokki Vinstri grænna. Þau hafa boðað við fund­ar í Alþing­is­hús­inu kl. 11:30 í dag þar þau munu skýra mál sitt, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá þing­mönn­un­um.

Þing­flokk­ur VG sit­ur núna á fundi, sem hófst um kl. 10. Um er að ræða fund sem boðaður var fyr­ir helgi. Atli og Lilja sitja ekki fund­inn, en Ásmund­ur Ein­ar Daðason, sem oft­ar en einu sinni hef­ur greitt at­kvæði með Atla og Lilju í um­deild­um mál­um, er á fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka