Sendu bréf til forseta ESB

Hóp­ur fólks hef­ur sent bréf til for­seta Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem farið er yfir Ices­a­ve-málið og spurn­inga spurt um laga­lega hlið Ices­a­ve-samn­ings­ins.

Í til­kynn­ingu seg­ir, að hóp­ur­inn sem standi að þessu bréfi eigi það sam­eig­in­legt að vilja spyrna við fót­um gegn því að skuld­ir einka­fyr­ir­tækja verði velt yfir á al­menn­ing, bæði hér á landi og ann­ars staðar í heim­in­um. 

Af­rit af bréf­inu hef­ur verið sent til ým­issa ráðamanna inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og EFTA, viðkom­andi ráðuneyta Bret­lands, Hol­lands og Íslands auk inn­lendra og er­lendra fjöl­miðla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert