Hópur fólks hefur sent bréf til forseta Evrópusambandsins þar sem farið er yfir Icesave-málið og spurninga spurt um lagalega hlið Icesave-samningsins.
Í tilkynningu segir, að hópurinn sem standi að þessu bréfi eigi það sameiginlegt að vilja spyrna við fótum gegn því að skuldir einkafyrirtækja verði velt yfir á almenning, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum.
Afrit af bréfinu hefur verið sent til ýmissa ráðamanna innan Evrópusambandsins og EFTA, viðkomandi ráðuneyta Bretlands, Hollands og Íslands auk innlendra og erlendra fjölmiðla.