Atli Gíslason segir stjórnmálamenninguna á Íslandi vera vanþróaða og það eigi ekki síst við um Vg. Mál séu afgreidd af ákveðnum hópi lykilmanna og öðrum sé ætlað að vera lögafgreiðslumenn, eins og Atli orðar það. Rannsóknarskýrslan hafi meðal annars bent á þennan galla við íslensk stjórnmál.
Engu að síður virðast flokkarnir halda áfram að vinna með sama hætti eins og ekkert hafi ískorist.