Þingflokkur ræði úrsögn síðar í dag

Lilja Mósesdóttir hefur sagt skilið við þingflokk Vinstri grænna.
Lilja Mósesdóttir hefur sagt skilið við þingflokk Vinstri grænna. mbl.is/Árni Sæberg

Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir að lík­lega verði úr­sögn Atla Gísla­son­ar og Lilju Móses­dótt­ur úr þing­flokki Vinstri grænna rædd á þing­flokks­fundi síðar í dag. Þing­flokks­fund­ur stóð yfir fram að há­degi, en mál Atla og Lilju var ekki rætt þar.

Þing­menn Vinstri grænna vildu lítið sem ekk­ert tjá sig um málið eft­ir fund­inn. Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og Ásmund­ur Ein­ar Daðason, neituðu al­farið að tjá sig þegar þeir gengu sam­an af fund­in­um. Báðir hafa þeir gjarn­an verið á önd­verðu meiði við stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í sum­um af helstu mál­um henn­ar, líkt og Atli og Lilja.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, vara­formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar, seg­ir að áhrif þessa á þing­flokk­inn og rík­is­stjórn­ina eigi eft­ir að koma í ljós. „Ég þakka þeim fyr­ir gott sam­starf og vegni þeim vel. Þetta var leiðin­legt,“ sagði Katrín. Hún kvaðst fyrst hafa fengið að vita af mál­inu þegar hún mætti á fund klukk­an ell­efu.

Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, sagði að það væri eft­ir­sjá af Atla og Lilju úr þing­flokki Vinstri grænna. „Þetta er prýðis gott fólk og góðir sam­herj­ar um okk­ar stefnu­mál,“ sagði Ögmund­ur.

Árni Þór Sig­urðsson, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, gaf ekki kost á viðtali að fundi lokn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert