Uppgrip í afleysingum í Noregi

Hjúkrunarfræðingar skreppa til Noregs í afleysingar.
Hjúkrunarfræðingar skreppa til Noregs í afleysingar.

Töluvert er um það að hjúkrunarfræðingar fari út til annarra Norðurlanda, og þá einkum Noregs, í afleysingavinnu. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir að sér hafi borist margar fyrirspurnir varðandi þetta.

Landlæknisembættið þarf að gefa öllum hjúkrunarfræðingum sem ætla að starfa í öðru landi vottorð um að viðkomandi hafi starfsleyfi á Íslandi og hefur þessum umsóknum fjölgað verulega á síðasta ári og í ár. Elsa orðar það svo að útgefin vottorð séu álíka mörg á dag núna og voru á mánuði fyrir hrun.

„Það er ekki mikið um að hjúkrunarfræðingar flytji út en eitthvað meira virðist vera um svona skorpuvinnu núna,“ segir hún en margir sem þetta gera fara þá út í 2-3 vikur í einu á 3-6 mánaða fresti. Veruleg uppgrip eru fyrir hjúkrunarfræðinga af þessari vinnu því launin eru í dýrmætum norskum krónum en útgjöldin í íslenskum krónum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Elsa ekki hafa áhyggjur af því að hjúkrunarfræðingar almennt flytjist búferlum í stórum stíl.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert