835 á landinu voru búnir að kjósa rétt fyrir hádegi í dag í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst um miðja síðustu viku.
304 hafa kosið hjá sýslumanninum í Reykjavík.
Opið er á skrifstofutíma hjá sýslumanninum í Reykjavík á milli kl. 9:00 til 15:30 alla virka daga út þessa viku. Um næstu helgin verður opið frá kl. 12 til 14.
Frá og með mánudeginum 28. mars fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10 til 22. Á kjördag, 9. apríl, verður opið frá kl. 10 til 17.