Geislavarnir ríkisins segja, að ekki sé ástæða til að óttast geislavirkni á Íslandi eða í Evrópu vegna kjarnorkuslyssins í Japan.
Geislavirk efni frá kjarnorkuslysinu í Japan hafa
borist til Evrópu og segjast Geislavarnir nú geta staðfest að örlítil manngerð
geislavirkni hefur mælst í mælistöð sem stofnunin rekur.
Stofnunin segir, að gera megi ráð fyrir að geislavirk efni frá kjarnorkuslysinu í Japan mælist áfram á Íslandi og annar staðar í Evrópu á næstu dögum og vikum. Efnin geti orðið mælanleg um allan hnöttinn, svipað og aska frá Eyjafjallajökli, en geislun á frá þeim á fjarlægum slóðum hverfir algjörlega í skuggann af þeirri geislun sem fyrir sé manngerðri og náttúrulegri og heilsufarsleg áhrif þeirra á svo fjarlægum slóðum séu engin.
Gera megi ráð fyrir að geislavirknin geti orðið 1/1000 – 1/10 000 hluti þess sem mældist í Evrópu eftir slysið í Tsjeróbýl 1986 en þá mældist mjög lítil geislavirkni á Íslandi.