Fjallað um greiðslu lögmannskostnaðar

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/Sigurður Bogi

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í dag verður fjallað um samþykkt bæjarráðs um að greiða lögmannskostnað þriggja bæjarfulltrúa Kópavogs vegna meiðyrðamáls sem rekið er gegn þeim.

Bæjarráð Kópavogs samþykkti tillöguna mótatkvæðalaust fyrr í mánuðinum.  Samkvæmt henni mun bæjarsjóður greina málskostnað fyrir Guðríði Arnardóttur, Hafstein Karlsson og Ólaf Þór Gunnarsson en með því skilyrði að þremenningarnir undirriti samkomulag um að þeir endurgreiði féð verði þeir dæmdir sekir um hegningarlagabrot í Hæstarétti.

Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ var samþykkt bæjarráðs endanleg en á fundi bæjarstjórnar verður fjallað um fundargerð bæjarráðs frá því í síðustu viku.

Jóhann H. Hafstein, lögmaður, sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hann gæti hagmuna fjölda íbúa og fyrirtækja í Kópavogi sem séu afar ósátt við  samþykkt bæjarráðs. Verði tillagan samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag muni umbjóðendur hans kæra þá ákvörðun til viðeigandi úrskurðaraðila eða eftir atvikum leita réttar síns með öðrum hætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert