Harma úrsögn Atla

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason.
Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason. mbl.is/Golli

Stjórn kjör­dæm­is­ráðs Vinstri grænna í Suður­kjör­dæmi harm­ar úr­sögn Atla Gísla­son­ar úr þing­flokki VG og lýs­ir yfir von­brigðum með að þingmaður­inn skuli ekki hafa rætt fyr­ir­ætlan­ir sín­ar við stofn­an­ir og grasrót flokks­ins í kjör­dæm­inu.

Þetta kem­ur fram í álykt­un frá kjör­dæm­is­ráði VG í Suður­kjör­dæmi.

Seg­ir að þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar Atla um að starfa á Alþingi eft­ir stefnu VG, telji stjórn­in að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða þannig að Atla sé ekki leng­ur sætt í umboði kjós­enda VG á Suður­landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert