Hvergi færri dauðaslys

Færri hafa ekki beðið bana í umferðinni frá 1968.
Færri hafa ekki beðið bana í umferðinni frá 1968. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Fjöldi látinna hefur ekki verið minni síðan 1968 en átta létust í umferðinni í fyrra, að því er segir í fréttabréfi frá Umferðarstofu. Hins vegar hefur alvarlegum slysum og alvarlega slösuðum fjölgað mjög og var þróunin í þeim efnum 2010 með því versta sem verið hefur í langan tíma.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar er fjöldi látinna í umferðinni árið 2010 minnstur hér á landi. Þar sem þessi lönd hafi á undanförnum árum náð hvað bestum árangri í umferðaröryggismálum á heimsvísu megi ætla að fjöldi látinna miðað við höfðatölu hafi verið minnstur hér á landi árið 2010.

„Algengasta tegund alvarlegra slysa og banaslysa er „ekið á fótgangandi“ og hefur þessi tegund slysa aldrei fyrr verið algengasta tegundin. Fjöldi alvarlega slasaðra hjólreiðamanna rúmlega tvöfaldast milli áranna 2009 og 2010 en sá fjöldi fór úr 10 í 21. Samtals voru alvarleg slys þar sem ekið var á gangandi eða hjólandi einstakling 49 talsins,“ segir í bréfinu.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert