Jafnréttislög brotin við ráðningu

Forsætisrráðuneytið.
Forsætisrráðuneytið.

Jafn­rétt­is­lög voru brot­in þegar Arn­ar Þór Más­son var skipaður í embætti skrif­stofu­stjóra hjá skrif­stofu stjórn­sýslu- og sam­fé­lagsþró­un­ar í for­sæt­is­ráðuneyt­inu í fyrra, að sögn kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála.  

Um­sækj­end­ur um starfið voru alls 41. Þar af var 21 tek­inn í fyrra viðtal og fimm í seinna viðtal. 

Bæði Arn­ar Þór og Anna Krist­ín Ólafs­dótt­ir, sem kærði niður­stöðu ráðuneyt­is­ins, eru menntuð í stjórn­mála­fræði. Anna Krist­ín er með meist­ara­gráðu í op­in­berri stjórn­sýslu en Arn­ar er með meist­ara­gráðu í sam­an­b­urðar­stjórn­mál­um. Seg­ir nefnd­in ekki nein­ar vís­bend­ing­ar um að Arn­ar hafi verið hæf­ari til starf­ans. Þegar öll gögn séu skoðuð, einkum mennt­un og starfs­reynsla, sé vart hægt að kom­ast að ann­arri niður­stöðu en að Anna Krist­ín sé amk. jafn hæf. Hún hafi mun fjöl­breytt­ari starfs­reynslu og hent­ugri mennt­un en Arn­ar Þór sem hafði aldrei áður haft manna­for­ráð.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert