Lífeyriskjör verði ekki skert

BHM mun ekki taka þátt í viðræðum um framtíðarfyr­ir­komu­lag líf­eyri­skjara sem byggja á því að skerða þegar áunn­in rétt­indi. Þetta seg­ir í álykt­un frá BHM, en sam­tök­in mót­mæla því að ASÍ og Sam­tök at­vinnu­lífs­in reyni að hlutast til um um líf­eyr­is­rétt­indi op­in­berra starfs­manna.

„Um­sam­in líf­eyri­s­kjör op­in­berra starfs­manna í LSR og LSS eru hluti af heild­ar­kjör­um op­in­berra starfs­manna og verða ekki slit­in úr því sam­hengi. Það að Alþýðusam­bandið og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins vilji semja sín í milli um auk­in líf­eyr­is­rétt­indi veit­ir þeim ekki heim­ild til að hlutast til um kjör hópa sem ekki heyra und­ir þeirra samn­ings­um­boð.  Það er forkast­an­legt að ASÍ og SA skuli setja kröf­ur um kjara­skerðingu af­markaðra hópa inn í samn­ings­kröf­ur sín­ar.  Stjórn BHM mót­mæl­ir því harðlega að slík­ar kröf­ur séu tekn­ar til umræðu af hálfu rík­is­stjórn­ar,“ seg­ir í álykt­un frá BHM.

Sam­tök­in segja að það séu rang­færsl­ur og ýkj­ur að kalla líf­eyri op­in­berra starfs­manna of­ur­kjör og ómál­efna­legt að slíta þá umræðu úr sam­hengi við al­menn kjör Íslend­inga á efri árum að al­manna­trygg­ing­um meðtöld­um.  Rík­is­trygg­ing líf­eyr­is op­in­berra starfs­manna sé mjög orðum auk­inn í mál­flutn­ingi for­ystu ASÍ og SA.

„Launa­kjör há­skóla­menntaðra í op­in­berri þjón­ustu eru nú að minnsta kosti 25% lægri en á al­menn­um markaði.  Það er aug­ljós­lega mun brýnna verk­efni fyr­ir hið op­in­bera að bæta kjör síns starfs­fólks en að stuðla að frek­ari skerðing­um.

Það yrði rík­inu því til skamm­ar að ljá máls á rétt­inda­skerðing­um starfs­manna sinna og hef­ur BHM ásamt BSRB og KÍ kraf­ist skrif­legr­ar yf­ir­lýs­ing­ar ráðamanna um að svo verði ekki.

BHM mun ekki taka þátt í viðræðum um framtíðarfyr­ir­komu­lag líf­eyri­skjara sem byggja á því að skerða þegar áunn­in rétt­indi.

Ríkið þarf að gera grein fyr­ir því hvernig það hyggst standa við skuld­bind­ing­ar hvað líf­eyri­s­kjör sjóðfé­laga í B-deild LSR varðar. 

Legið hef­ur fyr­ir um hríð að lög­um sam­kvæmt þarf að hækka iðgjald í A-deild LSR en ríkið hef­ur lagst gegn því.  BHM krefst þess að trygg­inga­fræðileg staða A-deild­ar verði rétt af.

BHM er reiðubúið að ræða framtíðarfyr­ir­komu­lag líf­eyr­is­mála lands­manna og er fylgj­andi því að sam­ræmi sé milli op­in­bers og al­menns vinnu­markaðar. 

Slíkri umræðu, sem er hluti af al­menn­um viðræðum um kjör, verður af hálfu BHM ekki blandað við úr­lausn mála sem varða þegar áunn­in rétt­indi sjóðfé­laga í LSR og LSS.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert