Lögin stríða gegn neytendarétti

Að mati samtakanna er hyggilegast að undirrita enga nýja samninga …
Að mati samtakanna er hyggilegast að undirrita enga nýja samninga sem festa í sessi brot gegn lántaka Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna vara al­menn­ing við því að und­ir­rita nýja samn­inga, byggða á end­urút­reikn­ing­um sem varða geng­is­bund­in lán og aft­ur­virka vexti af þeim, í til­kynn­ingu sem send var á fjöl­miðla í dag.

Sam­tök­in segja lög­in, sem end­urút­reikn­ing­arn­ir byggja á (151/​2010), stríða gegn neyt­enda­rétti Evr­ópu, en Íslend­ing­ar hafa inn­leitt neyt­enda­vernd sam­kvæmt Evr­ópu­rétti. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að lög­in gefi lán­veit­end­um eng­ar heim­ild­ir til inn­heimtu sam­kvæmt nýj­um út­reikn­in­um, nema gerður sé nýr samn­ing­ur við lánþeg­ann. „Með nýj­um samn­ingi er lánið slitið frá upp­haf­lega samn­ingn­um og eng­in leið að segja til um meðferð slíks samn­ings í kjöl­farið. Sé ekki sett­ur fyr­ir­vari á sjálf­an samn­ing­inn kann sá fyr­ir­vari að vera hald­lít­ill. Gefi lána­stofn­un ekki færi á að fyr­ir­vari sé sett­ur við und­ir­skrift­ina með til­vís­un í upp­haf­leg­an lána­samn­ing, mæl­um við sterk­lega gegn und­ir­rit­un samn­ings.“

Sam­tök­in segj­ast meta það svo að hyggi­leg­ast sé að und­ir­rita enga nýja samn­inga sem festa í sessi brot gegn lán­taka.

Yf­ir­lýs­ing­una má finna í heild sinni á vef Hags­muna­sam­taka heim­il­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert