Pálmi tapaði meiðyrðamáli

Svavar Halldórsson, Þóra Arnórsdóttir og María Sigrún Hilmarsdóttir í Héraðsdómi …
Svavar Halldórsson, Þóra Arnórsdóttir og María Sigrún Hilmarsdóttir í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Sigurgeir

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur sýknað Svavar Hall­dórs­son og Maríu Sigrúnu Hilm­ars­dótt­ur, frétta­menn á Rík­is­út­varp­inu og Pál Magnús­son út­varps­stjóra af meiðyrðakröfu Pálma Har­alds­son­ar í Fons. Pálma er gert að greiða tvær millj­ón­ir í máls­kostnað.

Í yf­ir­lýs­ingu, sem Pálmi sendi frá sér í kjöl­far dóms­ins seg­ir hann að þessi niðurstaða komi á óvart og valdi von­brigðum. „Dómn­um verður að sjálf­sögðu áfrýjað," seg­ir hann.

Pálmi krafðist þess að fimm til­tek­in um­mæli í frétt sem Rúv birti í frétta­tíma 25. mars yrðu dæmd dauð og ómerk, en í þeim seg­ir:

a.      „Millj­arðar hurfu í reyk.“

b.      „2.500 millj­ón­ir króna, sem Pálmi Har­alds­son fékk lánaðar hjá Glitni fyr­ir hrun, virðast gufaðar upp í flók­inni viðskiptafléttu“.

c.       „...þegar hann fékk tveggja og hálfs millj­arða króna lán frá Glitni rétt fyr­ir hrun.“

d.      „...og pen­ing­arn­ir eru týnd­ir.“
e.       „...en þeir pen­ing­ar finn­ast hins veg­ar hvergi.“

Í dómn­um er vísað til tján­ing­ar­frels­isákvæða stjórn­ar­skrár­inn­ar. Jafn­framt er bent á ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar um að  einka­líf manna, heim­ili og fjöl­skylda njóti friðhelgi.

„Þegar fram­an­greind­ir hags­mun­ir skar­ast, rétt­ur­inn til tján­ing­ar ann­ars veg­ar og æru­vernd hins veg­ar, ber m.a. að líta til þess jarðvegs sem um­mæl­in spruttu úr, stöðu þeirra aðila sem hlut eiga að máli og til þess hvort hið birta efni geti tal­ist þátt­ur í al­mennri þjóðfé­lagsum­ræðu og eigi því er­indi til al­menn­ings,“ seg­ir í dómn­um.

„Þó að (Svavari) kunni við samn­ingu frétt­ar­inn­ar að hafa skjátl­ast að ein­hverju leyti í mati sínu á heim­ild­um, en (Pálmi) hef­ur leitt nokkr­ar lík­ur að því, hef­ur ekki verið sýnt fram á að þær full­yrðing­ar, sem birt­ust í frétt­inni, hafi verið sett­ar fram í vondri trú. Verður í þessu sam­bandi að líta til þess jarðvegs sem um­mæl­in spruttu úr og til nauðsyn­legr­ar umræðu í þjóðfé­lag­inu um or­sak­ir og af­leiðing­ar banka­hruns­ins," seg­ir síðan í dómn­um.

Dóm­ur Héraðsdóms Reykja­ness 

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Har­alds­son. mbl.is/​Sverr­ir Vil­helms­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka