Rekin úr nefndum

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason skýra frá ákvörðun sinni um …
Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason skýra frá ákvörðun sinni um að segja skilið við þingflokk VG. mbl.is/Kristinn

Þótt úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki VG hafi komið flestum þingmönnum VG í opna skjöldu í gærmorgun vissu þeir Ásmundur Einar Daðason, Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson af ákvörðun tvímenninganna seint í fyrrakvöld. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom úrsögn Lilju ekki mjög á óvart, hvorki í þingflokki VG né í Samfylkingunni. Öðru máli mun gegna með Atla, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins reiddist forystan mjög úrsögn hans.

Í umfjöllun um úrsögnina í Morgunblaðinu í dag segir, að fljótlega eftir að Atli og Lilja höfðu tilkynnt þingflokknum úrsögn sína hafði starfandi formaður þingflokks VG samband við yfirstjórn Alþingis og tilkynnti að þau Atli og Lilja myndu hætta nefndarstörfum í þingnefndum á vegum VG. Þau sitja í fimm nefndum og Lilja hefur gegnt formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem Atli situr einnig, og Atli hefur gegnt formennsku í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Þessi skjóta afgreiðsla flokksforystunnar þykir, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, vera til marks um þá reiði sem ákvörðun þingmannanna vakti og er jafnframt talin vísbending um að ekki verði um mikið samstarf að ræða við þessa tvo fyrrverandi þingmenn VG.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert