Rétt að Atli víki af þingi

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sögðu sig í gær úr …
Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sögðu sig í gær úr þingflokki VG. mbl.is/Kristinn

Stjórn svæðis­fé­lags Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs á Mið-Suður­landi lýs­ir yfir von­brigðum með úr­sögn Atla Gísla­son­ar úr þing­flokki VG og seg­ist telja rétt að hann víki af þingi.

„Með úr­sögn hans úr þing­flokkn­um hafa kjós­end­ur Suður­kjör­dæm­is ekki leng­ur aðgang að stjórn­arþing­manni úr röðum VG og slík staða veik­ir veru­lega mál­efna­bar­áttu VG í kjör­dæm­inu. Aukið fylgi við VG í und­an­gengn­um kosn­ing­um í  Suður­kjör­dæmi hef­ur ekki verið Atla Gísla­syni ein­um að þakka held­ur einnig óeig­in­gjörnu fé­lags­starfi grasrót­ar flokks­ins í kjör­dæm­inu. Stjórn svæðis­fé­lags VG á Mið-Suður­landi tel­ur rétt að Atli Gísla­son víki sæti á Alþingi þannig að afrakst­ur þeirr­ar vinnu tap­ist ekki," seg­ir í álykt­un fé­lags­ins.

Þá lýs­ir stjórn svæðis­fé­lags­ins yfir full­um stuðningi við rík­i­s­tjórn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar -græns fram­boðs og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og ósk­ar henni velfarnaðar við end­ur­reisn lands­ins.
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert