Sendir röntgenfilmur til Guam

Landspítalinn áformar að senda röntgenfilmur sem eru 10 ára og eldri til eyðingar á á landsvæði Bandaríkjanna í Guam. Spítalinn óskaði eftir áliti Persónuverndar á eyðingunni en stofnunin taldi að málið heyrði undir Þjóðskjalasafn.

Á filmunum eru nöfn og kennitölur sjúklinga og því taldi yfirlæknir á röntgendeild Landspítala nauðsynlegt að fá mat Persónuverndar á því  hvaða kröfur gera þyrfti á hendur fyrirtækinu, sem ætlar að sjá um eyðingu, í tengslum við meðferð filmanna.

Persónuvernd segir í svarbréfi til spítalans að úrlausn um það hvort heimilt sé að eyða röntgenfilmum af röntgendeild Landspítala heyri undir Þjóðskjalasafn Íslands, Landlæknisembættið og eftir atvikum velferðarráðuneytið. „Eftirlit með öryggi röntgenfilma, eftir að þeim hefur verið komið fyrir með óskipulögðum hætti í gámi, fellur ekki undir eftirlit undir Persónuverndar. Engu að síður er um sjúkraskrárupplýsingar að ræða og ber að gera ríkar kröfur til verndar þeirra í samræmi við lög um sjúkraskrár,“ segir í bréfi Persónuverndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert