Siðareglur fyrir ráðherra

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands.
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands.

Forsætisráðherra gaf í dag út siðareglur fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar. Í reglunum er meðal annars fjallað um hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra, fjármál og launagreiðslur, háttsemi og framgöngu, samskipti ráðherra við starfslið ráðuneytis og upplýsingagjöf til almennings.

Siðareglur ráðherra 

Um er að ræða fyrstu siðareglurnar sem settar eru á grundvelli nýrra laga um siðareglur en hafinn er undirbúningur að setningu siðareglna fyrir starfsmenn ráðuneytanna.

Samkvæmt lögunum skal forsætisráðherra skipa samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna. Nefndin er ráðgefandi fyrir stjórnvöld og mun hún leiða vinnu við undirbúning siðareglna fyrir mismunandi hópa ríkisstarfsmanna og innleiðingu þeirra.

Í nefndinni eiga sæti Jón Ólafsson prófessor, formaður, Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, skipuð án tilnefningar, Halldóra Friðjónsdóttir, starfsmaður starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, samkvæmt tilnefningu fjármálaráðherra, Magnús Pétursson ríkissáttasemjari, samkvæmt tilnefningu Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur hjá Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), og Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir, framkæmdastjóri sálfræðingafélagsins, samkvæmt tilnefningu BSRB, Kennarasambands Íslands og Bandalags háskólamanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert