Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi að hann gæti ekki stutt þingsályktunartillögu um stjórnlagaráð.
Hæstiréttur ákvað að kosningar til stjórnlagaþings, sem fóru fram í nóvember, væru ógildar. Skúli sagði, að það væri grundvallarafstaða sína að virða skuli niðurstöður Hæstaréttar.
Helgi Hjörvar, flokksbróðir Skúla, hefur áður lýst sömu afstöðu og það hefur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, einnig gert.
Framhald síðari umræðu um þingsályktunartillögu um skipan stjórnlagaráðs hófst á Alþingi undir kvöld. Samkvæmt tillögunni skipar forseti Alþingis 25 manna stjórnlagaráð sem fái það verkefni að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar og gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá Íslands.
Samkvæmt tillögunni skal bjóða þeim sæti í ráðinu sem landskjörstjórn úthlutaði sæti í kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 en að öðrum kosti þeim sem næstir voru í röðinni. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti 10 fulltrúar af hvori kyni sitji í ráðinu.