Ritstjórar DV segjast fordæma þann úrskurð sýslumannsins í Reykjavík að fjölmiðli sé gert að skila inn gögnum sem liggja til grundvallar fréttum af Horni, dótturfélagi Landsbankans.
„Sá úrskurður er fráleitur í ljósi þess að hugsanleg gögn gætu vísað á heimildarmenn DV. Umræddum gögnum verður því ekki skilað.
Í heild sinni er úrskurðurinn hneyksli. Kröfur um lögbann á umfjöllun fjölmiðla sem fjalla um vinnubrögð bankanna í meðferð yfirtekinna fyrirtækja eru forskastanlegar. Annaðhvort hafa forsvarsmenn Landsbankans ekki heyrt kröfur bæði alþingismanna og almennings um gegnsærri vinnubrögð í bankakerfinu eða þeir kjósa að hundsa þær," segir í yfirlýsingu ritstjóranna.