Úrskurðurinn hneyksli

Reynir Traustason, ritstjóri DV.
Reynir Traustason, ritstjóri DV.

Rit­stjór­ar DV segj­ast for­dæma þann úr­sk­urð sýslu­manns­ins í Reykja­vík að fjöl­miðli sé gert að skila inn gögn­um sem liggja til grund­vall­ar frétt­um af Horni, dótt­ur­fé­lagi Lands­bank­ans.

„Sá úr­sk­urður er frá­leit­ur í ljósi þess að hugs­an­leg gögn gætu vísað á heim­ild­ar­menn DV. Um­rædd­um gögn­um verður því ekki skilað.
Í heild sinni er úr­sk­urður­inn hneyksli. Kröf­ur um lög­bann á um­fjöll­un fjöl­miðla sem fjalla um vinnu­brögð bank­anna í meðferð yf­ir­tek­inna fyr­ir­tækja eru forsk­ast­an­leg­ar. Annaðhvort hafa for­svars­menn Lands­bank­ans ekki heyrt kröf­ur bæði alþing­is­manna og al­menn­ings um gegn­særri vinnu­brögð í banka­kerf­inu eða þeir kjósa að hundsa þær," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu rit­stjór­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert