Viðburðastýrð umferðarljós við Hörpu

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.

Ákveðið hefur verið að koma fyrir nýjum stýribúnaði umferðarljósa á gatnamótum Sæbrautar - Kalkofnsvegar og Faxagötu, en um þessi gatnamót er akstursleið að og frá Hörpu.

Í tengslum við viðburði í Hörpunni má búast við miklum sveiflum í umferðarþunga og er nýi stýribúnaðurinn gerður til að mæta því álagi. Skynjarar mæla umferðarþunga frá húsinu inn á gatnamótin og lengja þá tímann sem græna ljósið logar. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir að segja megi þetta séu fyrstu viðburðastýrðu umferðarljósin í Reykjavík.

Framkvæmdir við ljósin hefjast á morgun og er reiknað með þær taki um tvo daga. Ljósin verða óvirk meðan unnið er við tengingar og til að gæta umferðaröryggis á gatnamótunum verða vinstri beygjur bannaðar tímabundið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert