Vilja aðkomu að gerð kynningarefnis

Samtök, sem nefna sig Samstaða þjóðar gegn Icesave, segist gera þá kröfu til Lagastofnuna Háskóla Íslands að það kynningarefni, sem hún láti frá sér fara um Icesave-málið, verði óhlutdrægt og lögfræðilega rétt. 

Segir í tilkynningu frá samtökunum, að ekki sé heldur viðunandi, að erindrekar ríkisstjórnarinnar starfi hjá Lagastofnun HÍ við gerð kynningarefnis um Icesave, samtímis því að þeir berjist opinberlega fyrir því að Icesave-lögin verði samþykkt.

Þá verði að teljast réttlætiskrafa, að Samstaða þjóðar gegn Icesave, sem sé ein stærsta fjöldahreyfing í landinu, hafi aðkomu að gerð kynningarefnis um Icesave. Væri eðlilega staðið að málum, fengju allir virkir aðilar að Icesave-deilunni að koma að gerð kynningarefnis.

Vefurinn kjosum.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert