Samtök, sem nefna sig Samstaða þjóðar gegn Icesave, segist gera þá kröfu til Lagastofnuna Háskóla Íslands að það kynningarefni, sem hún láti frá sér fara um Icesave-málið, verði óhlutdrægt og lögfræðilega rétt.
Segir í tilkynningu frá samtökunum, að ekki sé heldur viðunandi, að erindrekar ríkisstjórnarinnar starfi hjá Lagastofnun HÍ við gerð kynningarefnis um Icesave, samtímis því að þeir berjist opinberlega fyrir því að Icesave-lögin verði samþykkt.
Þá verði að teljast réttlætiskrafa, að Samstaða þjóðar gegn Icesave, sem sé ein stærsta fjöldahreyfing í landinu, hafi aðkomu að gerð kynningarefnis um Icesave. Væri eðlilega staðið að málum, fengju allir virkir aðilar að Icesave-deilunni að koma að gerð kynningarefnis.