Vísar ásökunum Guðrúnar á bug

Stefán Einar Stefánsson.
Stefán Einar Stefánsson.

Stefán Ein­ar Stef­áns­son, fram­bjóðandi til for­manns­kjörs VR, vís­ar því á bug að hafa af­ritað kjör­skrá fé­lags­ins líkt og Guðrún Jó­hanna Ólafs­dótt­ir, mót­fram­bjóðandi hans, held­ur fram. Guðrún Jó­hanna hef­ur kært fram­boð Stef­áns Ein­ars og krefst þess að hon­um verði vikið úr fram­boði.

Stefán Ein­ar seg­ist hafa sent litl­um hluta fé­lags­manna bréf með stefnu­mál­um sín­um. „Ég lagði upp í þá vinnu að taka nokk­ur nöfn út úr kjör­skránni, eins og mér er að fullu heim­ilt, til að senda þessi gögn á. Það er ekki af­rit­un.“ 

Aðspurður seg­ir Stefán Guðrúnu Jó­hönnu ekki hafa haft sam­band við sig áður en hún lagði kær­una fram.

Mbl.is fjallaði um málið fyrr í dag og sagði Guðrún Jó­hönnu hafa kært fram­boð Stef­áns vegna af­rit­un­ar hans á kjör­skrá. Þar átti að sjálf­sögðu að standa „vegna meintr­ar af­rit­un­ar.“ Mbl biðst af­sök­un­ar á rang­færslu frétta­manns. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert