Búið er að fresta gildistöku svonefndrar 15 metra reglu um mánuð, eða til 1. maí, en í reglunni felst að sorpílát við heimili í Reykjavík verði ekki sótt ef þau eru í meira en 15 metra frá sorphirðubíl.
Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar, að umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafi frestað gildistökunni til 1. maí þar sem tafir hafi orðið á mælingum vegna snjókomu og til að gefa íbúum betri kost á að taka ákvörðun.
Mælingar á veglengdinni hófust í febrúar en þeim var frestað í mars sökum veðurs. Búist er við að þær hefjist fljótlega aftur. Bréf mun berast þeim sem bregðast þurfa við.
Kostirnir eru að íbúar flytji
tunnurnar nær bílum á sorphirðudögum, kaupi viðbótarþjónustu eða færi
sorpgerðin.