Aðgerðir vegna makríldeilu væntanlegar

Richard Lochhead.
Richard Lochhead.

Sjávarútvegsráðherra Skota segist hafa verið fullvissaður um, að Evrópusambandið sé í þann mund að tilkynna um aðgerðir gagnvart Íslandi og Færeyjum vegna makríldeilunnar.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skota, að hann hafi í gær rætt við Mariu Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, og hún hafi sagt sér að tilkynningar sé að vænta á næstu dögum.

Damanaki tilkynnti á fundi, í sameiginlegu EES-nefndinni í janúar að Evrópusambandið ætlaði að setja bann á löndun makríls frá Íslandi í höfnun ESB-ríkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert