Álfheiður og Lilja verða formenn

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG í NV-kjördæmi, verður samkvæmt heimildum vefmiðilsins skutuls.is næsti formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis.

Atli Gíslason lætur af formennsku í nefndinni en hann sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna í vikunni. Kosið verður í sjö fastanefndir á Alþingi í dag.

Þá hefur skutull.is eftir heimildum sínum, að Álfheiður Ingadóttir taki við formennsku í viðskiptanefnd í stað Lilju Mósesdóttur, sem einnig sagði sig úr þingflokki VG í vikunni. 

Atli og Lilja hafa setið í alls 5 þingnefndum fyrir VG. Nefndirnar  eru viðskiptanefnd, þar sem Lilja hefur verið formaður, og Atli hefur einnig setið í viðskiptanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, þar sem Atli hefur verið formaður, allsherjarnefnd, þar sem hann hefur verið varaformaður, menntamálanefnd, þar sem Lilja hefur verið varaformaður, og iðnaðarnefnd, þar sem Lilja hefur verið einn nefndarmanna. 

Skutull.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert