Tólf umboðsmenn: Fulltrúar já og nei kjósenda

Frá kosningum um Icesave-lög árið 2010.
Frá kosningum um Icesave-lög árið 2010.

Landskjörstjórn hefur skipað tólf einstaklinga sem umboðsmenn ólíkra sjónarmiða við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave-frumvarpið, þ.e. þeir verða umboðsmenn fyrir annan hvorn hóp kjósenda sem ætla að segja já eða nei.

Umboðsmennirnir, sem allir eru lögmenn, verða m.a. viðstaddir talningu atkvæða hjá yfirkjörstjórn og fylgjast með því að meðferð kjörstjórnar á atkvæðasendingum og talning fari fram í samræmi við lög. 

Norðausturkjördæmi:

Já: Arnbjörg Sigurðardóttir, hdl.
Nei: Ingvar Þóroddsson, hdl.

Norðvesturkjördæmi:

Já: Pétur Kristinsson, hdl.
Nei: Ingi Tryggvason, hdl.

Suðurkjördæmi:

Já: Andrés Valdimarsson, hrl.
Nei: Sigurður Jónsson, hrl.

Reykjavíkurkjördæmi norður:

Já: Ásdís J. Rafnar, hrl.
Nei: Hulda Rós Rúriksdóttir, hrl.

Reykjavíkurkjördæmi suður:

Já: Inga Björg Hjaltadóttir, hdl.
Nei: Björn Jóhannesson, hdl.

Suðvesturkjördæmi:

Já: Eva Margrét Ævarsdóttir, hdl.
Nei: Hjördís E. Harðardóttir, hrl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert