Grafalvarleg staða ráðherra

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks gagn­rýndu Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, harðlega á Alþingi í dag vegna niður­stöðu kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála um að for­sæt­is­ráðuneytið hefði brotið jafn­rétt­is­lög við stöðuveit­ingu. 

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði að staða Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, væri ekki aðeins neyðarleg held­ur grafal­var­leg.

„Því er eðli­legt að spyrja: Hvað verður gert annað en að senda frá sér hroka­fulla og aum­ingja­lega yf­ir­lýs­ingu sem er ekk­ert annað en húm­búkk og yfir­klór?" spurði Þor­gerður Katrín.

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að eðli­legt væri  að for­sæt­is­ráðherra veitti Alþingi skýr­ing­ar í ljósi þess hve niðurstaða kær­u­nefnd­ar­inn­ar væri af­ger­andi. For­sæt­is­ráðuneytið hafi þegar upp­lýst í hvaða ferli málið fer og ráðherra muni vænt­an­lega skýra ráðuneyt­inu frá því ferli. 

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagðist vera þeirr­ar skoðunar að brot á jafn­rétt­is­lög­um séu jafn al­var­leg og önn­ur lög­brog og því standi menn frammi fyr­ir grafal­var­legu máli. Sagðist hún binda von­ir við að úr­sk­urðinum verði fylgt eft­ir inn­an stjórn­kerf­is­ins með viðeig­andi hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert