Tæplega þrítug kona ógnaði starfsfólk N1 bensínstöðvarinnar við Lækjargötu í Hafnarfirði í nótt með sprautunál og heimtaði peninga. Hún beitti ekki nálinni og var handtekin skömmu síðar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gekk konan inn á bensínstöðina rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og sagðist myndu stinga starfsfólk stöðvarinnar með sprautunál, ef þau afhentu sér ekki peninga.
Hún mun hafa verið í annarlegu ástandi.
Konan fékk enga peninga, en henni var aftur á móti boðið að borða og þáði hún pylsu. Hún hvarf síðan á brott, en var handtekin skömmu síðar í nágrenni bensínstöðvarinnar. Hún veitti enga mótspyrnu við handtöku og gistir nú fangageymslur.