Hræddist á miðri leið

Franski snjódrekamaðurinn Jerome Josserand lauk verkefni sínu á föstudag en hann kom hingað til lands fyrir nokkrum vikum til að ferðast á svokölluðum snjódreka yfir hálendi Íslands á einum degi.  

Frakkinn beið lengi eftir góðu færi, en það kom loks á föstudag.

Jerome fór Sprengisandsleið frá suðri til norðurs og var aðeins átta og hálfa klukkustund að því. Í fyrstu var veðráttan honum afar hagstæð. En það má segja að hann hafi kynnst íslenskri veðráttu rækilega á leiðinni, því skyndilega versnaði veðrið mikið. Jerome segir að þegar skyggnið var verst hafi hann aðeins séð einn eða tvo metra fram fyrir sig. Hann þurfti því að halda fullkominni einbeitingu til að reka skíðin ekki í grjót.

Hér má sjá leiðina sem Jerome Josserand fór á snjódrekanum.
Hér má sjá leiðina sem Jerome Josserand fór á snjódrekanum. Film IT
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert