Kosið að nýju í nefndir

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Kosið var í 7 fastanefndir Alþingis í dag en stjórnarflokkarnir báðu um kosningarnar í kjölfar þess að Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sögðu sig úr þingflokki Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.

Hreyfingin stóð að tilnefningu í nefndirnar ásamt VG og Samfylkingunni en Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur stóðu saman að framboðum. 

Lilja Mósesdóttir var kjörin í eina nefnd, efnahags- og skattanefnd, en Atli verður áfram í sjávarútvegsnefnd eftir kosninguna í dag.  Atli og Lilja sátu áður í alls 5 þingnefndum fyrir VG.

Ranglega var sagt fyrr í dag að Atli yrði ekki í neinum nefndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert