Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að mikill missir væri að þeim Atla Gíslasyni og Lilju Mósesdóttur úr þingliði ríkisstjórnarinnar.
„Ég hef metið það svo, að það séu mjög sérstakar nálganir þegar talað er um að þetta styrki stjórnina, í ljósi þess að til að mynda var Lilja Mósesdóttir í gær kjörin vinsælasti þingmaðurinn á Alþingi," sagði Ásmundur Einar.
„Það bendir til þess að þeir sem láta slík ummæli falla séu ekki í miklum tengslum við fólk, í það minnsta þá sem hringja inn og kýs fólk ársins."